Öruggur sigur og efstu deildar sætið tryggt

Marki fagnað.
Mynd - Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Marki fagnað.
Mynd - Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net

Okkar konur í Þór/KA unnu öruggan sigur á Tindastóli í nágrannaslag í Boganum í kvöld.

Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik þar sem okkar konu eygðu von á að tryggja sæti sitt meðal þeirra bestu og kveða niður fallbaráttudraug fyrir síðustu tvo leikina í mótinu.

Óhætt er að segja að okkar konur hafi hrakið þann draug á brott með glæsibrag þar sem Þór/KA vann glæsilegan 3-0 sigur að viðstöddu fjölmenni í Boganum.

Smelltu hér til að skoða umfjöllun Fótbolta.net

Næsti leikur Þór/KA er útileikur gegn FHL laugardaginn 4.október næstkomandi.