Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Íslandsmótið í 301 verður haldið í aðstöðu Píludeildar Þórs um næstkomandi helgi (5. - 6. október).
Þátttökurétt hafa allir skráðir félagsmenn aðildarfélaga ÍPS. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í einmenning og tvímenning og dregið verður af handahófi í alla riðla.
Keppt verður í tvímenning karla og kvenna á laugardaginn og í einmenning karla og kvenna á sunnudaginn. Húsið opnar klukkan 09:00 báða dagana og keppni hefst kl 10:30.
Skráningarfrestur er til kl 18:00 í kvöld (fimmtudag), hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu Íslenska pílukastsambandsins.