Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Kalt&Gott mótaröð Píludeildar Þórs hóf göngu sína 14. október síðastliðin en mótaröðin er haldin á þriðjudagskvöldum í aðstöðu Píludeildar Þórs.
Mótraöðin er fyrir meðlimi deildarinnar og er fyrirkomulagið þannig að í heildina eru sex keppniskvöld en bestu fjögur kvöldin hjá hverjum keppanda gilda. Keppendur safna sér inn stigum á hverju keppniskvöldi, það fer allt eftir því hversu langt keppandi kemst í mótinu.
Keppt er í karla- og kvennaflokki en í heildina hafa 42 karlar tekið þátt og 10 konur. Mótaröðin hefur notið mikilla vinsælda og er að meðaltali yfir 40 keppendur á hverju þriðjudagskvöldi í aðstöðu Píludeildar Þórs.
Hægt er að sjá stöðutöflu mótaraðarinnar hér:
Skráning er hafin á keppniskvöld nr 4/6 sem haldið verður í aðstöðunni þriðjudagskvöldið 11.nóvember. Skráning hér.
Að loknu keppniskvöldi nr. 6 sem haldið verður 25.nóvember verður haldið veglegt úrslitakvöld þar sem efstu 16 karlarnir og efstu 8 konurnar á stigalistanum mætast í beinum útslætti. Þeir karlar sem enda í 17.-32.sæti fara í forsetabikar og verður beinn útsláttur þar einnig. Vegleg verðlaun eru fyrir sigurvegara frá Kalt&Gott.
Annars er nóg um að vera hjá Píludeild Þórs í vikunni og hvetjum við þá sem hafa áhuga á að gerast meðlimir hjá okkur að setja sig í samband, pila@thorsport.is
Árgjaldið er 25.000kr og í því felst þátttökuréttur á öllum mótum innan Píludeildar Þórs og einnig mót á vegum ÍPS. Meplimir hafa aðgang að aðstöðunni okkar og geta mætt og kastað á almennum opnunum. Með greiddu árgjaldi fylgir með keppnistreyja.
Hér er hægt að sjá það sem er á döfinni hjá okkur í vikunni: