Smári og félagar í U16 höfnuðu í 2.sæti

Smári í treyju númer 15.
Mynd - Af vef KSÍ
Smári í treyju númer 15.
Mynd - Af vef KSÍ

Þórsarinn Smári Signar Viðarsson lék sína fyrstu unglingalandsleiki á dögunum þegar hann tók þátt í æfingamóti í Finnlandi með U16 ára landsliði Íslands.

Smári, sem er miðjumaður, var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik sem var gegn Eistlandi og vannst 4-2. Í 3-2 sigri á Norður-Írum kom Smári inn af bekknum á 65.mínútu og í síðasta leiknum gegn heimamönnum í Finnlandi var Smári í byrjunarliði í 1-1 jafntefli.

Íslenska liðið hafnaði í 2.sæti riðilsins með jafnmörg stig og topplið Finna en íslenska liðið var með lakari markatölu en það finnska.

Smári er fæddur 2010 og var því á yngra ári 3.flokks í sumar en hefur einnig leikið með 2.flokki Þórs í sumar.

Við óskum Smára til hamingju með fyrstu landsleikina!