Smári Signar með U16 til Finnlands

U16 landslið karla í fótbolta mætir Eistlandi á þriðjudag í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Finnlandi.

Leikurinn fer fram á Jari Litmanen Arena og hefst hann kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Í íslenska hópnum er einn Þórsari; það er miðjumaðurinn Smári Signar Viðarsson.

Á mótinu mætir Ísland einnig Finnlandi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Finnlands verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás finnska knattspyrnusambandsins en aðrir leikir verða ekki sýndir.

Smelltu hér til að sjá íslenska hópinn í heild sinni.

Við óskum Smára og félögum góðs gengis í Finnlandi.