Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar taka á móti liði Gróttu í Lengjudeildinni í dag kl. 18. Hefðbundin upphitun verður í Hamri frá kl. 17.
Leikur þessara liða er úr 10. umferð mótsins og þar með úr fyrri hluta mótsins, en honum var frestað í tengslum við þátttöku U19 landsliðs Íslands í lokamóti EM fyrr í mánuðinum. Fyrir leikinn er Grótta í 4. sæti deildarinnar með 19 stig úr 11 leikjum, en liðið á eftir tvo leiki sem frestað var vegna U19. Þórsarar eru í 9. sæti deildarinnar með 14 stig úr 12 leikjum. Með sigri gæti liðið lyft sér upp í 6. sætið og jafnað Leikni, sem situr í 5. sætinu, að stigum.
Þór og Grótta hafa mæst 12 sinnum í næstefstu deild Íslandsmótsins og Þórsarar þar með örlítið betri árangur, hafa unnið sex leiki á móti fimm sigrum Gróttu. Liðin mættust fyrst í næstefstu deild sumarið 2010, en leikir liðanna í fyrrasumar enduðu báðir með 1-0 sigri Gróttu.
Leikurinn verður í beinu streymi á YouTube-rás Lengjudeildarinnar.