Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar unnu lið Gróttu, 3-1, í gær og fóru upp í 6. sæti deildarinnar.
Leikur liðanna var frestaður leikur úr 10. umferð mótsins. Þórsarar komust yfir með marki eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-0 í leikhléi. Snemma í seinni hálfleik bættu þeir svo við öðru marki og því þriðja þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Grótta minnkaði muninn á lokamínútunum.
Með sigrinum og stigunum þremur klifruðu Þórsarar upp fyrir Þrótt, Grindavík og Vestra, úr 9. sætinu upp í 6. sæti. Vestri er stigi á eftir Þór, en á leik til góða. Þórsarar eru núna jafnir Leiknismönnum að stigum, bæði með 17 stig, en Leiknir hefur betri markamun. Þessi lið mætast í næstu umferð á heimavelli Leiknis.
Næsti leikur liðsins verður gegn Leikni í Reykjavík laugardaginn 29. júlí kl. 14.
1-0 - Bjarni Guðjón Brynjólfsson (31').
2-0 - Valdimar Daði Sævarsson (48'). Stoðsending: Elmar Þór Jónsson.
3-0 - Valdimar Daði Sævarsson (70'). Stoðsending: Alexander Már Þórláksson.
3-1 - Aron Bjarki Jósepsson (84'). Stoðsending: Patrik Orri Pétursson.