Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Það er orðið ljóst að Þorlákur Árnason mun ekki þjálfa lið Þórs áfram.
Þorlákur hefur þjálfað liðið frá haustinu 2021 og undir hans stjórn hafnaði liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar bæði tímabilin.
„Við í stjórn knattspyrnudeildar Þórs viljum fyrst og fremst þakka Láka kærlega fyrir sitt framlag til félagsins síðastliðin tvö ár. Ég gladdist verulega yfir ráðningu hans á sínum tíma þar sem hann hafði víða þekkingu til að miðla til félagsins okkar ásamt því að vera reynslumikill leiðtogi,“ segir Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs.
Á þessum tveimur árum hefur mörgum ungum leikmönnum verið gefið tækifæri og þeir náð að þróast í að verða lykilmenn í liðinu. Það eru spennandi tímar framundan í Þorpinu og áhugavert verkefni sem bíður eftirmanns Láka að koma okkar liði í efstu deild,“ segir Sveinn Elías ennfremur.