Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þessa dagana eru fimm leikmenn frá Þór/KA með landsliðum sínum erlendis, tvær með landsliði Filippseyja á HM og þrjár með U19 landsliði Íslands á lokamóti EM U19.
U19 landslið Íslands hefur þegar lokið einum leik á lokamóti EM U19 þar sem átta lið spila í tveimur riðlum og tvö lið úr hvorum riðli fara áfram í undanúrslit. Íslensku stelpurnar máttu játa sig sigraðar gegn Spánverjum, 0-3, í fyrsta leik sínum í mótinu. Næsti leikur er á morgun kl. 15:30 þegar Ísland mætir Tékklandi. Lokaleikur liðsins í riðlinum er svo á mánudag kl. 18:30 gegn Frakklandi.
Í U19 hópnum eru þrjár frá Þór/KA eins og áður sagði, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.
Leikur Íslands og Tékklands verður sýndur beint á Rúv - sjá hér.
Leikur Íslands og Frakklands á mánudag verður sýndur beint á Rúv 2 - sjá hér.
Tvær frá Þór/KA héldu utan fyrr í mánuðinum og eru nú staddar í Nýja-Sjálandi, klárar í fyrsta leik í A-riðli Heimsmeistaramótsins kl. 05:00 í fyrramálið. Dominique Randle og Tahnai Annis eru báðar í leikmannahópi Filippseyja sem mætir Sviss í fyrramálið í fyrsta leik Filippseyinga í lokamóti HM. Tahnai er fyrirliði landsliðs Filippseyja.
Allt um HM á HM-vef Rúv.
Tahnai Annis og Dominique Randle hefja leik á HM í fyrramálið kl. 05:00.