Tveir sigrar hjá Bríeti Fjólu með U17

Bríet Fjóla í treyju númer 10.
Mynd af vef KSÍ
Bríet Fjóla í treyju númer 10.
Mynd af vef KSÍ

U17 landslið Íslands í fótbolta vann 1-0 sigur á Portúgal í seinni leik liðsins á æfingamóti í Portúgal í dag. Fulltrúi Þór/KA í íslenska hópnum var Bríet Fjóla Bjarnadóttir og var hún í byrjunarliðinu og lék fyrstu 80 mínútur leiksins.

Íslenska liðið vann því báða leiki sína á mótinu, en það vann 4-1 sigur gegn Wales á laugardag.

Í þeim leik hóf Bríet leik á bekknum en kom inná á 78.mínútu og skoraði fjórða mark Íslands.

Bríet hefur þar með leikið 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands (U15, U16 og U17) og skorað í þeim þrjú mörk.