Pílukast: Úrslitakvöld Lifetrack mótaraðarinnar

Úrslitakvöld Lifetrack mótaraðarinnar verður haldið í aðstöðu píludeildar Þórs miðvikudagskvöldið 30. apríl.
 
Mótaröðin hófst í lok janúar og voru haldin sex keppniskvöld í heildina. Keppendur söfnuðu stigum í gegnum alla mótaröðina eftir því hversu langt þeir fóru á hverju keppniskvöldi. Að lokum var það besti árangur keppanda í fjórum mótum sem taldi.
Góð þátttaka var í mótaröðina en í heildina voru 69 keppendur sem tóku þátt í mótinu. 
 
Á úrslitakvöldinu sem verður haldið annað kvöld (miðvikudagskvöld) verða efstu 16 karlarnir og efstu 4 konurnar sem berjast um þann stóra, Lifetrack meistarinn 2025! 
Keppni hefst kl 20:00 og opnar aðstaðan kl 18:00 þar sem þátttakendum í mótaröðinni verður boðið léttar veitingar áður en keppni hefst. Aðstaðan verður öllum opin annað kvöld og hvetjum við fólk að kíkja við og horfa á flott pílukast. 
 
Hér má sjá hverjir mætast:
 
Karlaflokkur:
  • Viðar Vald (1) vs Thanh Viet (16)
  • Valur Sigurgeirsson (8) vs Darri Hrannar (9)
  • Davíð Odds (4) vs Friðrik Gunnarsson (13)
  • Sigurður Fannar (5) vs Árni Gísli (12)
  • Axel James (2) vs Pétur Örn (15)
  • Alli Helga (7) vs Hjörtur Geir (10)
  • Óskar Jónasson (3) vs Ingi Hrannar (14)
  • Ágúst Örn (6) vs Arnþór Gylfi (11)
 
Kvennaflokkur:
  • Kolbrún (1) vs Dóra (4)
  • Sunna Valdimarsdóttir (2) Hrefna Sævarsdóttir
 
Ólöf Heiða endaði í 3.sæti í kvennaflokki en þurfti að draga sig úr leik fyrir úrslitakvöldið og Hrefna Sævarsdóttir kemur inn í hennar stað. 
 
Veitt verða verðlaun fyrir flest 180 í gegnum alla mótaröðina og svo hæsta útskot:
 
Staðan í 180's:
Karlaflokkur:
  • Óskar Jónasson: 7x 
  • Sigurður Fannar: 7x
  • Davíð Odds: 6x
 
Kvennaflokkur:
  • Kolbrún Gígja: 1x
 
Hæsta útskot:
Karlaflokkur: 
  • Ágúst Örn: 164
 
Kvennaflokkur: 
  • Sunna Valda: 100
 
Það verður fróðlegt að sjá hverjir taka á skarið og verða með flest 180's og hæsta útskot! 
 
Streymt verður frá tveimur spjöldum allt kvöld í samstarfi við LiveDartsIceland á Youtube, hvetjum þá sem komast ekki í aðstöðuna að fylgjast með að kveikja á streyminu og njóta.
 
Hér má sjá stigalistann í heild sinni.
 
Þökkum Lifetrack fyrir frábæra mótaröð!