Ársskýrsla félagsins nú aðgengileg á heimasíðunni

Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs fyrir árið 2022 er nú aðgengileg hér á heimasíðunni.

Aðildarfélög ÍSÍ eiga að skila ársskýrslum um starfsemi deilda með íþróttagreinar sem eru innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til sambandsins, en tvær af þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan félagsins tilheyra sérsamböndum eða landssamböndum sem ekki eiga aðild að ÍSÍ, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Það eru pílukast og rafíþróttir. Þær greinar eru því ekki í skýrslu sem skilað er til ÍSÍ.

Ætlunin var að birta ársskýrslu félagsins með viðbót þar sem skýrslur um starfsemi áðurnefndra deilda bættust við ÍSÍ-útgáfuna, en efni hefur ekki borist til ritstjórnar og var því ákveðið að birta ársskýrsluna með efni frá handknattleiksdeild, hnefaleikadeild, keiludeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild og Taekwondo-deild. Ásamt ársskýrslum deilda eru í ársskýrslunni ýmsar gagnlegar upplýsingar, svo sem lög félagsins, stjórnir deilda og fleira.

Ársskýrslan er á pdf-formi og opnast ef smellt er á myndina hér að neðan.