Dagbjartur Búi í Þór

Dagbjartur Búi Davíðsson hefur undirritað samning við knattspyrnudeild Þórs um að leika með liðinu út tímabilið.

Dagbjartur Búi kemur að láni frá KA, þaðan sem hann er uppalinn. Dagbjartur er fæddur 2006 og er því á elsta ári í 2.flokki en hefur leikið alls 55 meistaraflokksleiki á sínum ferli og skorað í þeim 12 mörk.

Hann lék með 22 leiki með KF í C deild sumarið 2023 og 11 leiki með Dalvík/Reyni í B deild sumarið 2024.

Dagbjartur er fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður sem hefur leikið allar stöður framarlega á vellinum.

Við bjóðum Dagbjart Búa velkominn í Þorpið!