GA Smíðajárn, Ísrör og Vélaleiga HB í samstarf með Þór

Knattspyrnudeild Þórs, GA Smíðjárn, Ísrör og Vélaleiga HB hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir út komandi keppnistimabil í Lengjudeildinni hið minnsta.

Fyrirtækin munu setja upp skilti við VÍS-völlinn í sumar og bætast þar með í hóp samstarfssaðila sem eru mikilvægir þátttakendur í því að knattspyrnudeild geti haldið úti blómlegu starfi. Fyrir það erum við Þórsarar afar þakklátir.

Guðmundur Arason ehf. eða GA Smíðajárn, er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í innflutningi og sölu á járni og stáli og tengdri þjónustu við kaupendur. GA Smíðajárn er í dag stærsti innflytjandi á járni og stáli á landinu og hefur áratuga reynslu á því sviði.

Ísrör er einnig rótgróið þjónustufyrirtæki við íslenskan iðnað og sér hæfir sig í þjónustu við orkuveitur og verktaka. Ísrör býður upp á lagnaefni af ýmsu tagi.

GA og Ísrör hafa hingað til eingöngu verið með lagerhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu en undirbúa nú opnun á sameiginlegu útibúi á Lónsbakka á Akureyri í samstarfi við Vélaleigu HB sem er umboðsaðili Ísrörs á Akureyri.

Vélaleiga HB ehf er gamalgróið fyrirtæki á Akureyri og nágrenni sem flestir kenna við fyrrum eiganda fyrirtækisins, Dóra Bald. Vélaleiga HB er aðallega í ýmis konar jarðverktöku og vinnu við veitulagnir t.d. plægingu á jarðstrengjum og fleira. Einnig bíður Vélaleiga HB uppá snjómokstur og kranabílaþjónustu. Einkunnarorð Vélaleigu HB eru Gæði, Þjónusta, Lausnir.

Við bjóðum þessi flottu fyrirtæki velkomin í Þorpið og í hóp okkar öflugu samstarfsaðila!