Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór mætir Val á útivelli í B-hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Þessi lið berjast um 6. sæti deildarinnar.
Liðin mættust tvisvar áður en deildinni var tvískipt. Valur vann fyrri leikinn naumlega á sínum heimavelli í 4. umferð mótsins, 75-73. En Þór vann seinni leikinn í Höllinni í desember, 77-71. Liðin eru jöfn á toppi B-hlutans, eða í 6. og 7. sæti yfir deildina í heild. Þessi lið munu mæta liðunum í 2. og 3. sæti í deildinni í úrslitakeppninni, en eins og staðan er núna eru það Njarðvík og Grindavík, en getur auðvitað breyst.