Ársmiðasalan handboltans hafin

Fyrsti leikur Þórs í Grill 66 deildinni á þessu tímabili verður laugardaginn 23. september kl. 16 í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar Þórsarar taka á móti ungmennaliði Vals.

Sala er hafin á ársmiðum, en þá er hægt að kaupa í Hamri og í afgreiðslunni á leikdögum í Höllinni. Einnig má hafa beint samband við stjórnina í netfangið stjornhandbolti@thorsport.is.

Það verður að sjálfsögðu upphitun með hamborgarasölu fyrir leik á laugardaginn.

Nánar um komandi tímabil og hópinn hjá Þórsliðinu hér á heimasíðunni á morgun.