Erfið byrjun hjá KA/Þór og þriðja tapið

KA/Þór hefur átt erfiða byrjun í Olísdeildinni, mætti tveimur af sterkustu liðunum í fyrstu tveimur leikjunum og tapaði þriðja leik sínum þegar þær sóttu ÍR heim í Breiðholtið í dag.

KA/Þór byrjaði leikinn í dag afar illa, lentu 5-0 undir og skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínúturnar eða svo. ÍR hélt forystunni út fyrri hálfleikinn og staðan 13-11 í leikhléi. Þær náðu svo að jafna leikinn og ná forystunni um tíma, en jafnt var á flestum tölum upp í 18-18, en þá sigu ÍR-ingar aftur fram úr og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-22.

KA/Þór og Stjarnan eru bæði án sigra eftir fyrstu þrjár umferðirnar, en þessi lið mætast á Akureyri í næstu umferð. Afturelding er þar fyrir ofan með tvö stig.

Tölurnar

KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares Baliana 8, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac: 12 (37%).
Refsingar: 6 mínútur.

ÍR
Mörk: Sara Dögg Hjaltadóttir 7, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Karen Tinna Demian 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir: 13 (37,1%).
Refsingar: 2 mínútur.

  • Leikskýrslan á hsi.is.
  • Tölfræðin á hbstatz.is
  • Næsti leikur:
    Föstudagur 29. september kl. 18:15.
    KA/Þór - Stjarnan
    KA-heimilið