Handboltaleikdagur: Þór heima, KA/Þór úti

Það er handboltadagur í dag, heimaleikur hjá strákunum í Þór kl. 16 og útileikur hjá stelpunum í KA/Þór kl. 16:30.

Þórsarar taka á móti ungmennaliði Vals í Höllinni kl. 16 í dag í fyrstu umferð Grill 66 deildarinnar. Ársmiðasalan er á fullu, hægt að kaupa í afgreiðslunni í Hamri og í Höllinni á heimaleikjum. Hamborgaraupphitun í Höllinni fyrir leik. Allar útsendingar frá handboltaleikjum í vetur, í Olísdeildunum og Grill 66 deildunum, verða hjá Sjónvarpi Símans í vetur, rásum 401-405.

Nánar um komandi tímabil og leikmannahópinn hjá Þór:

Tíu lið leika í Grill 66 deildinni, þar af sex ungmennalið. Það þýðir að aðeins fjögur lið keppa raunverulega um sæti í Olísdeildinni, Þór, Fjölnir, Hörður og ÍR. Félögin sem tefla fram ungmennaliðum í deildinni eru Fram, Haukar, HK, KA, Valur og Víkingur.

Þriðji leikurinn hjá KA/Þór

Stelpurnar í KA/Þór fengu erfið verkefni í upphafi leiktíðar, en þær hafa nú þegar spilað tvo leiki gegn tveimur af sterkustu liðum deildarinnar, ÍBV og Val, og máttu þola tap í bæði skiptin. Nú er komið að heimsókn í Breiðholtið og stelpurnar mæta liði ÍR í Skógarselinu í dag kl. 16:30. ÍR-ingar sigruðu Aftureldingu í fyrstu umferðinni, en töpuðu fyrir fram í öðrum leik sínum.