Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Karlalið Þórs í handtolba hefur leiktíðina með heimaleik gegn ungmennaliði Vals í Íþróttahöllinni laugardaginn 23. september. Leikurinn hefst kl. 16.
Þór mætir til leiks með blöndu ungra og eldri leikmanna. Eini erlendi leikmaðurinn sem kláraði tímabilið með Þór í fyrra, Jonn Rói Tórfinsson, er farinn annað, en á móti hefur félagið endurheimt reynslumikla leikmenn. Tveir taka fram skóna að nýju og einn er kominn aftur heim til að spila og þjálfa. Tveir reynsluboltar eru enn óákveðnir hvort þeir halda áfram.
Brynjar Hólm Grétarsson var í sumar ráðinn aðstoðarþjálfari Halldórs Arnar Tryggvasonar, en Brynjar hefur verið hjá Stjörnunni undanfarin ár. Hann kemur aftur heim og verður bæði leikmaður og aðstoðarþjálfari. Þá hafa þeir Friðrik Svavarsson og Garðar Örn Jónsson tekið fram skóna að nýju.
Halldór Örn kveðst vera spenntur fyrir vetrinum, með þéttan og góðan hóp. „Við erum núna í fyrsta skipti í langan tíma með engan erlendan leikmann, liðið okkar er skipað heimamönnum og flestallir uppaldir leikmenn, einnig náðum við að draga nokkra „hætta“ aftur fram á sjónarsviðið sem munu aðstoða okkur í vetur. Þessir eldri leikmenn koma inn með gríðarlega ró og reynslu í hópinn,“ segir Halldór Örn.
Liðið hefur spilað nokkra æfingaleiki í haust. „Við vorum sáttir með svörin sem við fengum frá strákunum. Fram undan er langhlaup í Grilldeildinni, okkur langar í þetta fyrsta sæti sem er í boði, en erum þó meðvitaðir um að það verði erfitt,“ segir Halldór Örn Tryggvason þjálfari handknattleiksliðs Þórs.
Fyrstu leikir Þórs:
Lau. 23.09. kl. 16:00: Þór - Valur U
Mán. 02.10. Kl. 19:30: K.A.U - Þór
Lau. 07.10. Kl. 16:00: Haukar U - Þór
Lau. 14.10. Kl. 14:00: HK U - Þór
Lau. 21.10. Kl. 16:00: Þór - Hörður
Leikir í 32ja liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar fara fram 28. og 29. október, en Þór situr yfir og fer beint í 16 liða úrslitin.
Komnir
Brynjar Hólm Grétarsson frá Stjörnunni
Friðrik Svavarsson (byrjar aftur)
Garðar Már Jónsson (byrjar aftur)
Heiðmar Örn Björgvinsson frá KA.
Kári Brynjólfsson frá KA.
Þormar Sigurðsson frá KA.
Farnir
Arnar Þór Fylkisson í Val
Jonn Rói Tórfinnsson
Jóhann Geir Sævarsson í KA
Óákveðið
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson
Hlynur Elmar Matthíasson
Hópurinn í vetur
Markverðir
Kristján Páll Steinsson (2002)
Tómas Ingi Gunnarsson (2002)
Tristan Ylur Guðjónsson (2006)
Útileikmenn
Andri Snær Jóhannsson (2004) - vinstra horn
Arnór Þorri Þorsteinsson (1994) - miðja/skytta
Arnviður Bragi Pálmason (2005) - skytta/miðjumaður
Arnþór Gylfi Finnsson (1995) - allar stöður á vellinum
Aron Hólm Kristjánsson (2002) - miðja/ skytta
Ágúst Örn Vilbergsson (2002) - vinstra horn
Brynjar Hólm Grétarsson (1994) - vörn/stór skytta
Friðrik Svavarsson (1993) - línumaður
Garðar Már Jónsson (1994) - skytta/horn
Halldór Kristinn Harðarson (1993) - vinstra horn
Halldór Yngvi Jónsson (1999) - línumaður
Heiðmar Örn Björgvinsson (2006) - miðjumaður
Hilmir Kristjánsson (1999) - hægra horn - Skytta
Jón Ólafur Þorsteinsson (2002) - skytta/miðjumaður
Kári Brynjólfsson (2006) - vinstri skytta
Kristján Páll Steinsson (2002) - markmaður
Sigurður Gísli Ringsted (2004) - hornamaður
Sigurður Ringsted Sigurðsson (2004) - línumaður
Viðar Ernir Reimarsson (2004) - skytta/miðjumaður
Þormar Sigurðsson (2006) - hornamaður
Þjálfarateymið skipa þeir Halldór Örn Tryggvason, Brynjar Hólm Grétarsson og Hörður Flóki Ólafsson, ásamt Kristni Ingólfssyni sem sá um styrk og þol í sumar.
Undanfarin ár hefur handboltaleikjum Þórs verið streymt á rásum Þór TV, fyrst á YouTube og síðan Livey, en nú hefur Sjónvapr Símans tekið við útsendingum frá öllum handboltaleikjum. Komið hefur verið fyrir sjálfvirkum vélum í íþróttahúsum víða um land, þar á meðal Íþróttahöllinni á Akureyri, og eru þær notaðar í beinar útsendingar.
Handboltarásir Sjónvarps Símans eru nr. 401-405 í sjónvarpinu.