Handbolti: Fimm marka ósigur KA/Þórs í Garðabæ

KA/Þór spilaði í dag fyrsta leik liðsins eftir jóla- og HM-frí í Olísdeildinni í handbolta þegar liðið mætti Stjörnunni í Garðabæ. Fimm marka tap varð niðurstaðan.

Stjarnan hafði frumkvæðið nær allan leikinn og náðu fimm marka forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta forskot létu Stjörnukonur ekki af hendi og munurinn mestur átta mörk í fyrri hálfleiknum, staðan 17-11 í leikhléi.

Stjörnukonur héldu foryrstunni áfram, en aðeins dró saman með liðunum þegar um stundarfjórðungur var eftir, KA/Þór náði að minnka muninn niður í fjögur mörk og svo þrjú á lokakaflanum, en komust ekki nær Garðbæingum og niðurstaðan að lokum fimm marka tap. KA/Þór hafði betur í seinni hálfleiknum, en mun minna var skorað í seinni hálfleik en þeim fyrri og lokatölur 24-19 Stjörnunni í vil.

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skoraði flest mörk KA/Þórs, fimm. 

Stjarnan - KA/Þór 24-19 (17-11)

Með sigrinum í dag náðu Stjörnukonur KA/Þór að stigum og tóku af þeim 6. sætið á markamun. Bæði lið hafa fimm stig að loknum 11 leikjum, en Afturelding er í botnsætinu með stigi minna. 

Stjarnan
Mörk: Anna Karen Hansdóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 4, Vigdís Anna Hjartardóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Ivana Jorna Meincke 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 16 (48,5%).
Refsingar: 4 mínútur.

KA/Þór 
Mörk: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Nathalia Soares Baliana 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1, Rafaele Nascimento Fraga 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8 (25%).
Refsingar: 6 mínútur.

Næst

  • Mót: Olísdeildin
  • Leikur: KA/Þór - Haukar
  • Staður: KA-heimilið
  • Dagur: Laugardagur 13. janúar
  • Tími: 15:30