Handbolti: Haukar unnu öruggan sigur á KA/Þór

Þrettán marka tap varð niðurstaðan í handboltaleik dagsins þegar KA/Þór mætti liði Hauka í Olísdeildinni í dag. Lokatölur urðu 19-32.

Gestirnir tóku forystuna strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir stundarfjórðungsleik og munurinn 11 mörk í leikhléi. KA/Þór gekk afleitlega að skora í fyrri hálfleiknum, staðan 5-16 í leikhléi. Haukar höfðu áfram öll tök á leiknum og náðu um tíma 17 marka forskoti, en það minnkaði niður í 13 mörk í lokin.

Staðan í neðri hluta deildarinnar er óbreytt því Stjarnan og Afturelding töpuðu sínum leikjum eins og KA/Þór. Stjarnan og KA/Þór eru með fimm stig og Afturelding fjögur.

KA/Þór
Mörk: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Isabella Fraga 4, Rafaele Nascimento Fraga 3, Nathalia Soares Baliana 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Kristín A. Jóhannesdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 12 (27,3%).
Refsingar: 4 mínúrur.

Haukar
Mörk: Sara Odden 6, Sonja Linid Sigsteinsdóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12 (48%), Elísa Helga Sigurðardóttir 2 (25%).
Refsingar: 8 mínútur.

Staðan í deildinni

Næst

  • Mót: Olísdeild kvenna
  • Leikur: Afturelding - KA/Þór
  • Staður: Íþróttamiðstöðin að Varmá
  • Dagur: Miðvikudagur 17. janúar
  • Tími: 19:30