Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
KA/Þór tekur á móti liði Vals í Olísdeild kvenna í handbolta í dag kl. 16. Staða liðanna í deildinni er gjörólík, Valur er í efsta sæti deildarinnar, en KA/Þór í því neðsta.
Leikur dagsins er í 16. umferð Olísdeildarinnar. Liðin hafa mæst tvisvar í Olísdeildinni á tímabilinu og unnu Valskonur báða leikina örugglega. Valur er á toppi Olísdeildarinnar með 28 stig úr 15 leikjum, en liðið hefur unnið alla leiki sína nema einn. KA/Þór vermir botnsætið sem stendur, en á leik til góða á liðin fyrir ofan þar sem leik liðsins gegn ÍBV var frestað um liðna helgi.