Handbolti: Misttu leikinn á lokakaflanum

KA/Þór náði ekki að bæta stigum í sarpinn þegar liðið mætti ÍR-ingum í kvöld. Þrátt fyrir fimm marka forystu KA/Þórs um tíma voru það gestirnir sem fóru með þriggja marka sigur af hólmi.

Það var ekki fyrr en eftir um fimm mínútna leik sem fyrsta markið kom þegar Rakel Sara Elvarsdóttir opnaði leikinn og kom KA/Þór yfir. Gestirnir jöfnuðu og komust yfir í stutta stund áður en heimakonur náðu aftur yfirhöndinni. KA/Þór hélt 3ja-4ra marka forystu út fyrri hálfleikinn, staðan 11-8 í leikhléinu.

Þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum hafði KA/Þór náð fimm marka forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum, 14-9. Þá tók við kafli þar sem KA/Þór skoraði eitt mark á móti sex mörkum gestanna og staðan orðin jöfn þegar stundarfjórðungur lifði leiks, 15-15.

ÍR-ingar reyndust því miður sterkari á lokakaflanum og hirtu bæði stigin í þessum mikilvæga leik. Lokatölurnar urðu 19-22.

Tölfræði leiksins (hbstatz.is)

Leikskýrslan (hsi.is)

KA/Þór - ÍR 19-22 (11-8)

KA/Þór
Mörk: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Nathalia Soares Baliana 3, Isabella Fraga 3, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Rafaele Nascimento Fraga 1.
Varin skot: Matea Lonac 15 (40,5%).
Refsingar: 4 mínútur.

ÍR
Mörk: Karen Tinna Demian 9, Hanna Karen Ólafsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Sigrún Ása Arngrímsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 11 (37,9%).
Refsingar: 4 mínútur.

KA/Þór er því áfram með fimm stig í 6. sætinu, en liðið hefur spilað tíu leiki. Nú tekur við hlé á deildinni vegna HM, en næsti leikur liðsins verður gegn Stjörnunni í Garðabænum laugardaginn 6. janúar.

  • Deild: Olísdeild kvenna
  • Leikur: Stjarnan - KA/Þór
  • Staður: TM höllin
  • Dagur: Laugardagur 6. Janúar
  • Tími: 16:15.