Handbolti: Þór - Víkingur í dag

Þórsarar taka á móti ungmennaliði Víkings í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 14.

Fyrir leikinn í dag er Þór í 3. sæti Grill 66 deildarinnar með 11 stig úr átta leikjum. Fyrir ofan eru ungmennalið Fram með 12 stig úr sjö leikjum og Fjölnir með 13 stig úr níu leikjum eftir að Fjölnismenn unnu ungmennalið KA í gærkvöld.

Athygli er vakin á óvenjulegum leiktíma, leikurinn hefst kl. 14.

  • Mót: Grill 66 deild karla
  • Leikur: Þór - Víkingur U
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Laugardagur 2. desember
  • Tími: 14:00