Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór mætir ungmennaliði Hauka í Grill 66 deildinni í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 18. Vakin er athygli á breyttri tímasetningu. Leiknum er seinkað til kl. 18 vegna mótahalds í Höllinni.
Þórsarar eru í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og efstir af þeim liðum sem geta og mega fara upp um deild því ungmennalið Fram rígheldur í toppsætið. Þór, Fjölnir, ÍR og Hörður berjast um sætin í Olísdeildinni. Þór er með 15 stig úr 11 leikjum, Fjölnir er með 14, ÍR með 14 stig og Hörður 11 stig. ÍR og Hörður eiga leik til góða á Þór og Fjölni.