Handbolti: Útileikur í Úlfarsárdalnum

Þórsarar mæta ungmennaliði Fram í Úlfarsárdalnum í Grill 66 deildinni í dag kl. 16.

Þór er í efsta sæti deildarinnar með 11 stig úr sjö leikjum, jafnmörg stig og Fjölnir sem spilað hefur átta leiki. Ungmennalið Fram er í 3. sætinu með tíu stig úr sex leikjum, hefur tapað aðeins einum leik, gegn ungmennaliði Hauka.

Fram hefur ekki spilað leik í deildinni síðan 7. nóvember, þegar þeir unnu Fjölni, 27-26. Það eru reyndar sömu tölur og úr síðasta leik Þórs og gegn sama liði, 27-26 sigur á liði Fjölnis fyrr í vikunni.

  • Deild: Grill 66 deild karla
  • Leikur: Fram-U - Þór
  • Staður: Úlfarsárdalur
  • Dagur: Laugardagur 25. Nóvember
  • Tími: 16:00