KA/Þór mætir Val á útivelli í kvöld

Önnur umferð Olísdeildar kvenna í handbolta hefst í kvöld.

KA/Þór á útileik gegn Íslandsmeisturum Vals í Origo-höllinni og hefst leikurinn kl. 19:15. Byrjunin á Íslandsmótinu hefði getað verið auðveldari hjá KA/Þór, en þær mættu ÍBV í fyrsta leik og biðu ósigur 20-29 og sækja núna Íslandsmeistarana heim. Valur gerði sér lítið fyrir og vann Fram með sama mun og sömu tölum, 29-20.

Hægt er að fylgjast með gangi allra leikja í deildinni á hbstatz.is.