Rakel Sara Elvarsdóttir aftur í KA/Þór

Rakel Sara Elvarsdóttir er komin aftur heim í KA/Þór. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Rakel Sara Elvarsdóttir er komin aftur heim í KA/Þór. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Handknattleikskonan unga og knáa, ein af bestu hornakonum landsins, Rakel Sara Elvarsdóttir er á leið heim í KA/Þór og mun leika með liðinu á komandi tímabili eftir árs dvöl í atvinnumennsku erlendis þar sem hún spilaði með norska félaginu Volda.

Þetta kemur fram í fréttum á Handbolti.is og Akureyri.net í dag.