Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Sparisjóður Höfðhverfinga hefur núna á undanförnum dögum gert samstarfssamninga við kvennaliðin í handboltanum og fótboltanum, KA/Þór og Þór/KA.
Í fréttum Sparisjóðsins af þessum samningum segir meðal annars að hann leggi áherslu á að styrkja verkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála í nærumhverfi sínu og að hlutverk Sparisjóðsins sé að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.
Nánar er sagt frá samningunum á vef Sparisjóðsins.

Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri og Guðrún Una Jónsdóttir úr stjórn Þórs/KA við undirritun samstarfssamnings. 

Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri og Martha Hermannsdóttir, fulltrúi KA/Þórs, við undirritun samningsins.