Undanúrslit í Grill 66 deild karla hefjast í kvöld

Þórsarar fara suður í dag og mæta liði Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvoginum. Leikurinn hefst kl. 18.

Þetta er fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum Grill 66 deildarinnar, en sigurliðið í einvíginu mætir annaðhvort Víkingi eða Kórdrengjum í úrslitaeinvígi um laust sæti í Olísdeildinni á næsta tímabili.

Annar leikur liðanna er á dagskrá í Íþróttahöllinni á Akureyri mánudaginn 17. apríl kl. 18. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í úrslitaeinvígið. Ef hvorugu liðinu text að vinna báða þessa leiki verður oddaleikur í Grafarvoginum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl kl. 18. 

Enn og aftur viljum við minna á mikilvægi þess að stuðningsfólk mæti á leiki, heima og að heiman, til að styðja liðin okkar. Það skiptir máli og getur verið smáatriðið sem skiptir sköpum um úrslit leikja.