Körfubolti: Verðlaunahafar á lokahófi

Maddie Sutton, Eva Wium Elíasdóttir, Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Baldur Örn Jóhannesson, Jason Gigliotti og Reynir Róbertsson voru verðlaunuð á lokahófi körfuknattleiksdeildar í gærkvöld.

Átta Þórsarar í landsliðsverkefnum KKÍ í sumar

Átta Þórsarar verða í verkefnum með yngri landsliðunum í körfubolta í sumar og fara á alþjóðleg mót, Norðurlandamót og Evrópumót.

Körfubolti: Slysaendir á skemmtilegu tímabili

Karlalið Þórs í körfubolta er komið í sumarfrí eftir 0-3 ósigur fyrir ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar. Jason Gigliotti nef- og handarbrotnaði á æfingu í vikunni og var ekki með í gærkvöld.

Körfubolti: Sigur eða sumarfrí í kvöld

Þórsarar sækja ÍR-inga heim í Breiðholtið í kvöld í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Þetta er þriðji leikurinn í einvíginu og Þórsarar hreinlega verða að vinna til að halda lífi í einvíginu.

Körfubolti: Lukkudísirnar gengu í lið með ÍR-ingum

Þrátt fyrir góðan leik Þórsara í annarri viðureign þeirra og ÍR-inga í undanúrslitum eru þeir komnir í erfiða stöðu í einvíginu, 2-0 undir og verða að vinna næstu þrjá leiki til að vinna einvígið. Eftir fína frammistöðu nánast allan leikinn gengu lukkudísirnar í lið með gestunum á lokamínútunni. 

Körfubolti: Annar leikur Þórs og ÍR í kvöld

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Körfubolti: ÍR-ingar tóku forystu í einvíginu

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinga í fyrsta leik liðsins gegn ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. ÍR vann með 17 stiga mun. Liðin mætast aftur á Akureyri á laugardagskvöld.

Pistill frá formanni Þórs

Körfubolti: Boðað til aðalfundar mánudaginn 29. apríl

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar mánudaginn 29. apríl kl. 17 í Hamri.

Körfubolti: Þórsarar áfram eftir ævintýralegan viðsnúning

Þór vann Skallagrím í oddaleik í einvígi liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla og mætir ÍR í fjögurra liða úrslitum um laust sæti í Subway-deildinni.