Körfubolti: Sætt að fara í Höllina með uppeldisfélaginu

„Stóra stundin er að renna upp!“ Þannig auglýsir körfuknattleiksdeild Þórs leik sem fram fer miðvikudagskvöldið 20. mars. Og það er sannarlega stór stund því stelpurnar okkar í körfuboltanum eru á leið í Laugardalshöllina. Ekki seinna vænna að spila þar áður en ný þjóðarhöll verður byggð!

Körfubolti: Þórsarar sækja Sindra heim í kvöld

Þór mætir Sindra á Hornafirði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti: Fimmtán ára Emma stal senunni

Þór vann Snæfell, nokkuð örugglega að segja má þegar upp var staðið, en þó í sveiflukenndum leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Munurinn var 12 stig í lokin. 

Körfubolti: Þór tekur á móti Snæfelli í Subway-deildinni

Í kvöld er loksins aftur komið að leik hjá stelpunum okkar í körfuboltanum, eftir tveggja vikna hlé. Í kvöld kemur lið Snæfells úr Stykkishólmi í Höllina. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Körfubolti: Sjö stiga sigur gegn Ármenningum

Þórsarar unnu sinn níunda sigur í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöld þegar þeir fengu Ármenninga í heimsókn. 

Körfubolti: Þór tekur á móti Ármanni í kvöld

Þórsarar fá Ármenninga í heimsókn í Höllina í kvöld kl. 19:15 í 20. umferð 1. deildar karla í körfubolta. 

Íslandsleikarnir og opnar æfingar fyrir börn með sérþarfir

Helgina 16. og 17. mars verða svokallaðir Íslandsleikar hér á Akureyri þar sem börn með sérþarfir koma frá höfuðborgarsvæðinu í keppnisferð og keppa í blönduðum liðum í Íþróttahöllinni. Auk þess verða opnar æfingar í fótbolta og körfubolta í Íþróttahöllinni fyrir börn með sérþarfir.

Körfubolti: Þriðji sigur Þórs í röð

Körfubolti: Heimaleikur gegn Þrótti Vogum í kvöld

Þórsarar taka á móti Þrótti frá Vogum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti: Sex stiga tap og Þór í 7. sætið

Valur tók 6. sæti Subway-deildarinnar af Þór með sex stiga sigri í leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, í bili að minnsta kosti. Liðin eiga enn eftir að leika þrjá leiki og mætast innbyrðis í lokaumferðinni á Akureyri í byrjun apríl.