Kennslustund í hugarfari og bikarúrslit í kortunum!

Stórkostleg frammistaða innan vallar sem utan, frábært hugarfar, barátta, sigurvilji og trú leikmanna á verkefnið, ómetanlegir og óviðjafnanlegir stuðningsmenn sem létu Rauða hafið líta út eins og ólgusjó þrátt fyrir að vera allmiklu færri í stúkunni en stuðningsmenn Grindvíkinga. Kennslustund í hugarfari og auðvitað frábærar körfuboltakonur með snjallan og yfirvegaðan þjálfara skiluðu kvennaliði Þórs í körfubolta sæti í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar eftir glæsilegan sigur á Grindvíkingum í undanúrslitaleik, 79-75, í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í kvöld.

Körfubolti: Senda fullt af krafti, töfrum og góðum straumum!

Þegar frétt heimasíðunnar um undanúrslitaleik Þórs og Grindavíkur í VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta var deilt á Facebook birtust töfrar í athugasemdum við fréttina.

Körfubolti: Sögulegur dagur hjá Þórsliðinu!

Handbolti, fótbolti körfubolti - vikan fram undan

Það er nóg fram undan hjá liðunum okkar í boltaíþróttunum.

Körfubolti: „Langaði alltaf að vera sjálf á þessu sviði“

Við höldum áfram að hita upp fyrir undanúrslitin í VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta. Þór mætir Grindavík miðvikudagskvöldið 20. mars í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst kl. 20 og við ætlum að fylla stúkuna af rauðklæddu stuðningsfólki. 

Körfubolti: Sætt að fara í Höllina með uppeldisfélaginu

„Stóra stundin er að renna upp!“ Þannig auglýsir körfuknattleiksdeild Þórs leik sem fram fer miðvikudagskvöldið 20. mars. Og það er sannarlega stór stund því stelpurnar okkar í körfuboltanum eru á leið í Laugardalshöllina. Ekki seinna vænna að spila þar áður en ný þjóðarhöll verður byggð!

Körfubolti: Þórsarar sækja Sindra heim í kvöld

Þór mætir Sindra á Hornafirði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti: Fimmtán ára Emma stal senunni

Þór vann Snæfell, nokkuð örugglega að segja má þegar upp var staðið, en þó í sveiflukenndum leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Munurinn var 12 stig í lokin. 

Körfubolti: Þór tekur á móti Snæfelli í Subway-deildinni

Í kvöld er loksins aftur komið að leik hjá stelpunum okkar í körfuboltanum, eftir tveggja vikna hlé. Í kvöld kemur lið Snæfells úr Stykkishólmi í Höllina. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Körfubolti: Sjö stiga sigur gegn Ármenningum

Þórsarar unnu sinn níunda sigur í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöld þegar þeir fengu Ármenninga í heimsókn.