23.03.2024
Þegar Þórsstelpurnar stíga á fjalirnar í Laugardalshöllinni í kvöld og mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VÍS-bikarsins verða liðnir 17.879 dagar frá því að okkar konur hömpuðu bikarnum í Íþróttaskemmunni á Akureyri síðdegis laugardaginn 12. apríl 1975, eða 48 ár, 11 mánuðir og 12 dagar. Það er því ekki nema von að litið sé á þennan leik í kvöld sem stórviðburð í sögu félagsins.
22.03.2024
„Þetta var svo frábær sigur á miðvikudaginn!“ sagði hin magnaða Lore Devos þegar fréttaritari heyrði í henni hljóðið í aðdraganda leiksins á morgun. Lore hefur reynst félaginu dýrmæt í harðri baráttu í Subway-deildinni og VÍS-bikarnum á leiktíðinni. Hún er næstum alltaf stigahæst leikmanna liðsins, tekur að jafnaði mikið af fráköstum og er áberandi og mikilvæg í öllum aðgerðum liðsins.
20.03.2024
Stórkostleg frammistaða innan vallar sem utan, frábært hugarfar, barátta, sigurvilji og trú leikmanna á verkefnið, ómetanlegir og óviðjafnanlegir stuðningsmenn sem létu Rauða hafið líta út eins og ólgusjó þrátt fyrir að vera allmiklu færri í stúkunni en stuðningsmenn Grindvíkinga. Kennslustund í hugarfari og auðvitað frábærar körfuboltakonur með snjallan og yfirvegaðan þjálfara skiluðu kvennaliði Þórs í körfubolta sæti í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar eftir glæsilegan sigur á Grindvíkingum í undanúrslitaleik, 79-75, í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í kvöld.
20.03.2024
Þegar frétt heimasíðunnar um undanúrslitaleik Þórs og Grindavíkur í VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta var deilt á Facebook birtust töfrar í athugasemdum við fréttina.
19.03.2024
Það er nóg fram undan hjá liðunum okkar í boltaíþróttunum.
18.03.2024
Við höldum áfram að hita upp fyrir undanúrslitin í VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta. Þór mætir Grindavík miðvikudagskvöldið 20. mars í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst kl. 20 og við ætlum að fylla stúkuna af rauðklæddu stuðningsfólki.
15.03.2024
„Stóra stundin er að renna upp!“ Þannig auglýsir körfuknattleiksdeild Þórs leik sem fram fer miðvikudagskvöldið 20. mars. Og það er sannarlega stór stund því stelpurnar okkar í körfuboltanum eru á leið í Laugardalshöllina. Ekki seinna vænna að spila þar áður en ný þjóðarhöll verður byggð!
15.03.2024
Þór mætir Sindra á Hornafirði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.