Sandra María Jessen er íþróttakona Akureyrar 2023

Rétt í þessu var kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2023 lýst á verðlaunahátíð á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem fram fór í Hofi. Sandra María Jessen, önnur tveggja íþróttakvenna Þórs var kjörin íþróttakona Akureyrar og Maddie Sutton, sem deilir titlinum íþróttakona Þórs með Söndru Maríu, varð í 4. sæti í kjörinu. Baldvin Þór Magnússon úr UFA var kjörinn íþróttakarl Akureyrar.

Körfubolti: Þór í neðri hlutanum í næsta hluta deildarinnar

Körfubolti: Þór sækir Keflavík heim í Subway-deildinni

Fyrsta hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta lýkur í kvöld og annað kvöld þegar 18. umferð deildarinnar fer fram. Okkar konur mæta Keflvíkingum í Keflavík. 

Körfubolti: Tap í skrykkjóttum og skrýtnum leik

Níu stiga tap varð niðurstaðan í viðureign Þórs og Fjölnis í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti: Leikur Þórs og Fjölnis færður á sunnudag

Þór tekur á móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta sunnudaginn 28. janúar kl. 18:15. Vakin er athygli á breyttum leikdegi, en leikurinn átti upphaflega að vera í kvöld, föstudagskvöld, en var færður yfir á sunnudag vegna mótahalds í Höllinni.

Körfubolti: Afleitur fyrsti leikhluti gerði útslagið

Körfubolti: Þór tekur á móti Grindavík

Þór og Grindavík mætast í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld kl. 18:15, í næstsíðustu umferð deildarinnar áður en henni verður skipt í efri og neðri hluta.

Körfubolti: Stelpurnar okkar fara í Laugardalshöllina

Þór vann Stjörnuna í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Körfubolti: Bikarslagur í Höllinni í kvöld, sigurliðið fer í stóru Höllina

Þór mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta í dag kl. 18. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sigurliðið fer í undanúrslit sem spiluð eru í Laugardalshöllinni um miðjan mars.

Körfubolti: Tap í Vesturbænum

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar KR-inga þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í gær. Vesturbæingar unnu öruggan 20 stiga sigur.