Edgars Kede Kedza og Hrefna Sævarsdóttir meistarar í 501

Gull- og silfurverðlaunahafar á meistaramóti Þórs í 501, einmenningi. Viðar Valdimarsson (2), Edgars…
Gull- og silfurverðlaunahafar á meistaramóti Þórs í 501, einmenningi. Viðar Valdimarsson (2), Edgars Kede Kedza (1), Hrefna Sævarsdóttir (1) og Kolbrún Gíga Einarsdóttir (2). Mynd: Píludeild Þórs.

Edgars Kede Kedza og Hrefna Sævarsdóttir eru félagsmeistarar píludeildar Þórs í 501, einmenningi. Meistaramót Þórs fór fram um helgina.

Fimm konur tóku þátt í mótinu. Fyrst var spilaður riðill, allar við allar og fjórar efstu héldu síðan áfram í útsláttarkeppni. Hrefna Sævarsdóttir varð efst í riðlinum, vann allar viðureignirnar þar. Í undanúrslitum vann Hrefna 4-0 sigur á Ingibjörgu Björnsdóttur á meðan Kolbrún Gígja Einarsdóttir sigraði Guðrúnu Þórðardóttur 4-1. Hrefna og Kolbrún Gígja mættust síðan í úrslitaviðureign þar sem Hrefna hafði betur, 5-2.

Fjórir riðlar í karlaflokki

Þátttakendur í karlaflokki voru 19 og var þeim skipt í fjóra riðla og fóru fjórir áfram úr hverjum riðli í 16 liða úrslit. Markús Darri Jónasson, Óskar Jónasson, Aðalsteinn Helgason og Edgars Kede Kedza unnu riðlana.

Þegar í undanúrslitin var komið vann Edgars Kede 4-0 sigur á Andra Geir Viðarssyni og Viðar Valdimarsson sigraði Sigurð Fannar Stefánsson, 4-2. Edgars Kede sigarði svo Viðar í úrslitaviðureigninni, 5-3.

Ítarlega tölfræði og úrslit má finna á mótsvefnum - sjá hér.