Hrefna Sævarsdóttir félagsmeistari Píludeildar í 301 kvk

Verðlaunahafar í meistaramóti Píludeildar Þórs í 301. Guðrún Þórðardóttir (3), Hrefna Sævarsdóttir (…
Verðlaunahafar í meistaramóti Píludeildar Þórs í 301. Guðrún Þórðardóttir (3), Hrefna Sævarsdóttir (1) og Ingibjörg Björnsdóttir (2).

 

Hrefna Sævarsdóttir varð í kvöld félagsmeistari Píludeildar Þórs í 301 kvk eftir 5-2 sigur á Ingibjörgu Björnsdóttur í úrslitaviðureign.

Fimm keppendur tóku þátt í mótinu og var fyrst spilaður riðill, allar við allar, en síðan fóru fjórar áfram í útsláttarkeppni. Hrefna varð efst í riðlinum, vann allar sínar viðureignir, Erika Mist Arnarsdóttir varð í 2. sæti með þrjá vinninga, Ingibjörg Björnsdóttir í 3. sæti með tvo vinninga og Guðrún í því fjórða með einn vinning. Þessar fjórar héldu áfram í útsláttarkeppni, en Allen Castro Dayon varð í 5. sætinu í riðlinum og var þar með úr leik.

Leikirnir í undanúrslitum voru skemmtilegir og spennandi og gátu farið á hvorn veginn sem var. Hrefna sigraði Guðrúnu í undanúrslitum, 3-2, og Ingibjörg vann Eriku Mist einnig 3-2. Hrefna og Ingibjörg mættust því í úrslitaleiknum, en Erika Mist og Guðrún spiluðu um bronsið. Hrefna vann úrslitaviðureignina gegn Ingibjörgu 5-2, og Guðrún vann Eriku Mist í leik um 3. sætið, 4-2.

Í riðlinum var leikið upp á best af fimm, síðan best af sjö í undanúrslitum og í leiknum um þriðja sætið, en í úrslitaleiknum var spilað upp á best af níu.

Óskum Hrefnu Sævarsdóttur til hamingju með sigurinn!


Guðrún Þórðardóttir og Hrefna Sævarsdóttir í lokaumferðinni í riðlinum.


Erika Mist Arnarsdóttir.


Ingibjörg Björnsdóttir.


Guðrún Þorbjörg Þórðardóttir, Hrefna Sævarsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir.