Garðar og Viðar komust í 8 manna úrslit

Garðar Þórisson og Viðar Valdimarsson tóku í dag þátt í Íslandsmótinu í 301 í pílukasti sem fram fór í Grindavík. Báðir komust í átta manna úrslit, en töpuðu viðureignum sínum þar.

Keppendum var skipt í átta fjögurra manna riðla. Garðar Þórisson vann sinn riðil, en Viðar Valdimarsson varð í öðru sæti í sínum riðli. Allilr keppendur fóru áfram í útsláttarkeppni og röðuðust saman í henni út frá úrslitum í riðlunum. Garðar mætti þjálfara píludeildar Þórs, Matthíasi Erni Friðrikssyni, í átta manna úrslitunum, en Matthías Örn fór síðan alla leið og vann Íslandsmeistaratitilinn.

32ja manna úrslit
Garðar vann Þórarin Arnarson 4-0
Viðar vann Alex Mána Pétursson 4-3

16 manna úrslit
Garðar vann Árna Ágúst Daníelsson 4-0
Viðar vann Marco Recenti 4-1

8 manna úrslit
Garðar tapaði fyrir Matthíasi Erni Friðrikssyni 1-4
Viðar tapaði fyrir Arngrími Ólafssyni 3-4

Þór átti ekki keppendur í kvennaflokki, né heldur í tvímenningi í karlaflokknum. 

Riðlarnir
Útsláttarkeppni