Óskar Jónasson í beinni á Stöð 2 sport í kvöld

Keppendur í E-riðli. Mynd: ÍPS
Keppendur í E-riðli. Mynd: ÍPS

Þórsarinn Óskar Jónasson verður í eldlínunni í Úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Keppt verður í E-riðli Úrvalsdeildarinnar á Bullseye í Reykjavík í kvöld og hefjast viðureignirnar kl. 20 samkvæmt dagskrá Stöðvar 2 sport. Alls unnu 32 keppendur sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni, þar af þrír frá Þór, Sigurður Fannar Stefánsson, sem hefur lokið keppni, Óskar Jónasson og Edgars Kede sem báðir eiga eftir að spila.

Keppendum er skipt í átta fjögurra manna riðla. Í E-riðlinum sem spilaður er í kvöld eru Óskar Jónasson frá Þór, Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur, Hallgrímur Egilsson úr Pílufélagi Reykjavíkur og Lukasz Knapik úr Pílufélagi Hafnarfjarðar.