Pílukast: Fyrirtækjamót píludeildar Þórs og Slippfélagsins

Nú er komið aftur að því að píludeild Þórs haldi fyrirtækjamót, en það var síðast haldið fyrir tveimur árum og lofar píludeildin góðri skemmtun. Spilað verður á fimmtudögum, skráningarfrestur til 12. febrúar.

Helstu atriði varðandi fyrirkomulag:

  • Spilað verður á fimmtudagskvöldum, fyrst spilað í riðlum og svo útsláttarkeppni.
  • Keppt er í 501 tvímenningi, krikket tvímenningi og 501 og 301 einmenningi.
  • Reglur eru svipaðar og áður og verða keppendur að vera starfandi hjá fyrirtækinu til að geta keppt fyrir hönd þess. Þó er leyfilegt að fá 1-2 lánsmenn á hverju keppniskvöldi ef erfiðlega gengur að manna liðið.
  • Lágmarksfjöldi keppenda á hverju kvöldi er fjórir og er mælt með að ekki séu fleiri en átta keppendur í hverju liði á keppniskvöldi.
  • Skráning fer fram í gegnum netfangið pila@thorsport.is.
  • Þátttökugjaldið er 25.000 krónur á lið. 
  • Skráningarfrestur er til 12. febrúar. 
  • Mótið hefst fimmtudagskvöldið 15. febrúar.

Ríkjandi meistarar er lið Kjarnafæðis.