Sverrir Freyr og Viðar félagsmeistarar í tvímenningi í 501

Sverrir Freyr Jónsson og Viðar Valdimarsosn. Mynd: Píludeild Þórs.
Sverrir Freyr Jónsson og Viðar Valdimarsosn. Mynd: Píludeild Þórs.

Meistaramót Þórs í tvímenningi í 501 í pílukasti fór fram í gær. Sigurvegarar og félagsmeistarar eru Sverrir Freyr Jónsson og Viðar Valdimarsson eftir æsispennandi og kaflaskipta viðureign við Davíð Örn Oddsson og Inga Hrannar Heimisson.

Átján lið tóku þátt í mótinu og var þeim skipti í fjóra riðla. Sextán pör fóru svo áfram í útsláttarkeppni. Í undanúrslitum mættu Edgars Kede og Óskar Jónasson þeim Guðmundi Óla Steingrímssyni og Steinþóri Má Auðunssyni og sigruðu 5-1. Viðar og Sverrir Freyr sigruðu Edgars Kede og Óskar Jónasson í undanúrslitunum, 5-3.

Í úrslitaviðureigninni þurfti að vinna sex leggi til að vinna titilinn. Sú viðureign varð heldur betur kaflaskipt því Davíð Örn og Ingi Hrannar komust í 5-1, en þá fór allt í gang hjá Viðari og Sverri Frey, sem unnu fimm leggi í röð og þar með viðureignina, 6-5.

Tölfræði mótsins á Dartconnect.com

Útsláttarkeppnin.

1. sæti: Sverrir Freyr Jónsson og Viðar Valdimarsosn. Mynd: Píludeild Þórs.

2. sæti: Davíð Örn Oddsson og Ingi Hrannar Heimisson. Mynd: Píludeild Þórs.

3.-4. sæti: Edgars Kede og Óskar Jónasson. Mynd: Píludeild Þórs.

3.-4. sæti: Guðmundur Óli Steingrímsson og Steinþór Már Auðunsson. Mynd: Píludeild Þórs.