Tveir frá Þór á pílumóti í Þýskalandi

Óskar Jónasson og Viðar Valdimarsson. Myndir: Píludeild Þórs.
Óskar Jónasson og Viðar Valdimarsson. Myndir: Píludeild Þórs.
Pílukastararnir Óskar Jónasson og Viðar Valdimarsson frá píludeild Þórs héldu utan um helgina til að taka þátt í fjölmennu PDC móti sem fram fer í Kalkar í Þýskalandi, PDC EU Q-School. Alls eru 850 keppendur skráðir til leiks. 
 
Í fyrsta móti á mánudag mætti Viðar Þjóðverjanum André Ritter og tapaði 1-5. Meðalskor Viðars í viðureigninni var 54,80. Þjóðverjinn komst yfir, Viðar jafnaði í 1-1 í 27 pílna leik, en sá þýski tók næstu fjóra leggi og vann leikinn. Ritter féll út í næstu umferð, 256 manna útslættinum.
 
Óskar mætti Hollendingnum Richard Hallink og mátti einnig játa sig sigraðan, 1-5, með meðalskor upp á 62,05. Óskar vann fyrsta legginn í 22ja pílna leik, en sá hollenski tók næstu fimm leggi og vann leikinn. Hallink tapaði síðan í næstu umferð og féll úr leik í 256 manna úrslitum.
 
 
Í móti númer tvö sem fram fór í gær mætti Óskar Slóvakanum Vladimir Zatko í fyrstu umferð. Slóvakinn hafði betur, 5-2. Meðalskor Óskars var 64,24. Óskar lenti 0-2 undir, minnkaði muninn í 1-2 í 20 pílna leik. Zatko komst í 3-1, en aftur minnkaði Óskar muninn, nú í 24ra pílna leik, en Slóvakinn van tvo síðustu leggina og leikinn þar með. Zatko féll síðan út í 128 manna úrslitum. 
 
Viðar tapaði einnig sinni viðureign í fyrstu umferð, en hann mætti hinum austurríska Marcel Schachner. Viðar lenti 0-3 undir, en vann þá í 24ra pílna legg. Nær komst hann þó ekki því Schachner vann næstu tvo leggi og tryggði sér sigur í leiknum. Schachner tapaði síðan í næstu umferð og féll úr leik í 256 manna úrslitum.
 
 
Úrslit leikja - mánudagur
Úrslit leikja - þriðjudagur