Unga fólkið fékk kennslu í pílukasti

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari í pílukasti 18 ára og yngri, kynnir pílukastið fyrir áhu…
Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari í pílukasti 18 ára og yngri, kynnir pílukastið fyrir áhugasömum ungmennum hjá píludeild Þórs. Myndir: Píludeild Þórs.
Unga fólkið átti sviðið í aðstöðu píludeildarinnar í dag. Landsliðsþjálfari yngri iðkenda mætti á svæðið og fjölmörg ungmenni á aldrinum 10-18 ára komu til að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt. Síðdegis var svo haldið skemmtimót fyrir yngri kynslóðina.
 
Landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti undir 18 ára, Pétur Rúðrik Guðmundsson, kenndi krökkunum réttu tökin í pílukastinu, jafnt þeim sem hafa spilað áður og þeim sem komu að prófa í fyrsta skipti. Fyrst voru það 10-14 ára og svo 15-18 ára, þátttakendum að kostnaðarlausu. Ekki nóg með það heldur fengu öll sem skráðu sig á námskeiðið ókeypis næringu frá DJ Grill sem mætti með vagninn fyrir utan aðstöðu píludeildarinnar. Síðdegis var svo skellt í skemmtimót fyrir unga fólkið þar sem keppt var um veglega vinninga.
 
Myndirnar eru af Facebook-síðu píludeildarinnar og voru teknar á námskeiðinu í morgun.