Valþór Atli náði í 16 manna úrslit

Valþór Atli Birgisson til hægri, ásamt félaga sínum Markúsi Darra, eftir sigur á Páskamóti píludeild…
Valþór Atli Birgisson til hægri, ásamt félaga sínum Markúsi Darra, eftir sigur á Páskamóti píludeildar. Valþór náði lengst Þórsara á Íslandsmótinu í 501 í dag.

Þrír af sex keppendum frá píludeild Þórs, Edagars Kede Kedza, Óskar Jónasson og Valþór Atli Birgisson, komust áfram eftir riðlakeppnina á Íslandsmótinu í pílukasti, einmenningi í 501, sem fram fór í Reykjavík í dag. Valþór Atli náði lengst okkar manna, en hann féll út í 16 manna úrslitum.

Edgars mætti Arngrími Ólafssyni í 32ja manna úrslitum og tapaði þar, 1-4. Óskar og Valþór Atli voru síðan svo óheppnir að mætast í 32ja manna úrslitunum. Þar hafði Valþór Atli 4-2 sigur. Hann mætti Karli Jónssyni í 16 manna úrslitum og tapaði þar, 2-5. Sigurður Brynjar Þórisson, Snæbjörn Þorbjörnsson og Steinþór Már Auðunsson náðu ekki að komast áfram upp úr sínum riðlum.

Hér að neðan má sjá úrslit leikja í riðlum okkar manna.