Takk, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar

Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.

Minnum á eindaga félagsgjalda

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum í Íþróttafélaginu Þór hafa verið í heimabönkum félagsmanna um nokkurt skeið og eru nú komnir á eindaga. Leggjumst saman á árarnar og styðjum rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin.

Hið ósýnilega afl - FYRIRLESTUR 24. NÓVEMBER

Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, flytur fyrirlesturinn „Hið ósýnilega afl - Hvernig kúltúr mótar frammistöðu fjöldans“ í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 17. nóvember. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum, 12 ára og eldri, foreldrum, þjálfurum, stjiórnendum og öðrum sem áhuga hafa.

Margt smátt gerir eitt stórt - félagsgjöldin eru mikilvæg!

Fróðleikur um Þórsmerkið

Jólakúlan árið 2022 er mætt!

Íþróttafélagið Þór 107 ára í dag!

Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.

Greinagerð aðalstjórnar Þórs vegna uppbyggingar á félagssvæðinu

Úr greinagerðinni: Samkvæmt skýrslunni má áætla að framkvæmdir við íþróttasvæði Þórs muni hefjast eftir um 8 – 10 ár, árin 2030 – 2032. Íþróttafélagið Þór hefur frá útgáfu skýrslunnar mótmælt þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni harðlega, m.a. vegna þess að einungis er unnt að æfa tvær af átta greinum félagsins á íþróttasvæði Þórs vegna aðstöðuleysis. Nánast öll uppbygging íbúðabyggðar á Akureyri er skipulögð norðan Glerár til ársins 2030, eða um 3.000 íbúa byggð. Íþróttafélagið Þór telur núverandi aðstöðu ekki boðlega, hvorki fyrir núverandi né væntanlega iðkendur félagsins, en gert er ráð fyrir að iðkendum muni fjölga til muna, í takt við fólksfjölgun á komandi árum.

Linda Guðmundsdóttir ráðin í starf íþróttafulltrúa Þórs

Linda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Þórs og tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Jón Stefán Jónsson, núverandi íþróttafulltrúi, verður frá þeim degi verkefnastjóri og mun meðal annars sjá um nýja heimasíðu félagsins auk þess að sinna öðrum tilfallandi störfum fyrir aðalstjórn Þórs.