Ný heimasíða í loftið!
01.04.2022
Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.