Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs og Ágúst Eðvald Hlynsson hafa gert með sér samkomulag um að Ágúst gangi til liðs við Þórs um áramótin og mun Ágúst því snúa aftur heim í Þorpið eftir fjórtán ára fjarveru.
Ágúst, sem er fæddur árið 2000, kemur til Þórs frá Vestra þar sem hann varð bikarmeistari í sumar en Ágúst hefur einnig leikið með Breiðablik, Víking, FH og Val í efstu deild hér á landi og hefur leikið alls 116 leiki í efstu deild og skorað 23 mörk. Bikarmeistaratitillinn með Vestra var annar bikartitill Ágústs því hann vann bikarkeppnina með Víkingum 2019.
Hann hefur einnig leikið erlendis, var á mála hjá unglingaliðum Norwich og Brøndby 2017-2019 og hefur leikið með Horsens og AB í Danmörku. Þá á Ágúst 35 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað 5 mörk í þeim leikjum.
Ágúst þekkir vel til í Þorpinu því hér ólst hann upp en Ágúst lék með yngri flokkum Þórs upp í 5.flokk. Þá fluttist fjölskyldan búferlum í höfuðborgina og Ágúst hóf að æfa með Breiðablik.
Við bjóðum Ágúst velkominn heim í Þorpið og hlökkum til að sjá hann í baráttunni í Bestu deildinni með okkar mönnum.