Bandarískur framherji í raðir Þórs

Harrison Butler í leik með SU Thinderbirds. Mynd: suuthunderbirds.com.
Harrison Butler í leik með SU Thinderbirds. Mynd: suuthunderbirds.com.

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandarískan framherja, Harrison Butler.

Harrison Butler er 198 sm að hæð og kemur til Þórs frá bandaríska háskólaliðinu Southern Utah Thunderbirds í D1 deildinni þar sem hann hefur spilað undanfarin fimm ár. Á lokaári sínu þar spilaði hann að meðaltali 31 mínútu í leik, skoraði 11,1 stig, tók 6,7 fráköst, átti 2,5 stoðsendingar og var með 1,1 stolinn bolta að meðaltali. Hann hefur tekið næstflest fráköst í sögu SU Thunderbirds og er á topp tíu lista yfir skoruð stig í sögu skólans.

Leikmannahópurinn hjá karlaliði Þórs er að taka á sig mynd fyrir næsta tímabil. Nýlega undirrituðu sjö leikmenn karlaliðs Þórs í körfubolta samninga við deildina: Kolbeinn Fannar Gíslason, Smári Jónsson, Andri Már Jóhannesson, Arngrímur Friðrik Alfreðsson, Fannar Ingi Kristínarson, Hákon Hilmir Arnarsson og Viktor Smári Inguson.

Hér má sjá myndband með hápunktum frá lokaári Butlers með SU Thunderbirds.