Emma Júlía æfir með U15

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, hefur valið hóp sem æfir dagana 20. og 21. ágúst. Um er að ræða leikmenn fædda árið 2011.

Í hópnum er Þórsarinn Emma Júlía Cariglia.

Æfingarnar fara fram á AVIS vellinum í Laugardal.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Við óskum Emmu til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum!