Handboltafréttir yngri flokka 25.-26. febrúar.

Það var stór handboltahelgi um helgina. Þriðji og fjórði flokkur héldu til Reykajvíkur. 3.flokkur skaust dagsferð á laugardeginum til að keppa við FH. Ferðin hófst við Síðuskóla þar sem þjálfarar og spilarar skiptu sér í bíla og brunuðu afstað. Þegar komið var í borgina var stefnan tekin á Saffran þar sem piltarnir nærðu sig vel. Þegar komið var í Kaplakrikann var hitað upp og flautað til leiks. Leikurinn var hörkuspennandi og skiptustu liðin á að leiða leikinn. Spennan náði hámarki þegar um 10 sek voru eftir og við einu marki undir og FH í sókn, með mikilli fórn náðu okkar menn boltanum sem varð þess valdandi að FH-ingarnir misstu mann af útaf. Við notuðum tímann vel og náðum að jafna leikinn áður en tíminn rann út. Leiknum lauk með jafntefli 24-24. Virkilega spennadi leikur og úrslitin sanngjörn. Þess má geta að FH er í fyrsta sæti í deildinni og við í öðru. Leikurinn svar svo jafn að markmennirnir beggja liða voru með jafnmörg varin mörk eða 11 sem gefur þeim 31.4% vörslu. Okkar markahæstu menn voru Arnviður Bragi með 6 mörk, Jósep Snorri með 5 mörk og Sævar Þór, einnig með fimm mörk.

Handboltahelginn byrjaði einnig á laugardeginum hjá 4.flokki þar sem þeir brunuðu í borgina. Þeir áttu leiki gegn FH og Víking. Ferðalagið gekk vel og voru þeir mættir í Kaplakrikann um 16:30 og náðu því að horfa á og hvetja félaga sína í 3.flokki. FH er tveim sætum fyrir ofan Þór í deildinni. Leikurinn byrjaði mjög vel og vorum okkar menn með 6 marka forystu eftir 10 mínútna leik. En eftir leikhlé hjá FH snérust hlutirnir við og náðu þeir að minnka muninn niður í 2 mörk. Við vorum þó yfir í hálfleik 14-18. Seinnihálfleikur gekk frábærlega þar sem okkar menn lokuðu gjörsamlega vörninni og gátu ekki hætt að skora. Lokatölur í leik FH og Þórs, 28-42 fyrir okkur.
Kvöldmatur var tekinn í Borg29 og síðan röllt á Cabin og lagst til hvílu. Á sunnudeginum, eftir góðan morgunmat var Safamýrinn heimsótt, en fyrir lá leikur við Víking. Leikur sem skipti miklu máli ef liðið ætti að eiga einhverja möguleika til að vinna deildina. Fyrrihálfleikur var mjög jafn og skiptust liðinn á að hafa forystu. Hálfleikstölur voru 15-15. Í seinni hálfleik náðu okkar menn að loka vörninni og vönduðu sig meira í sókninni sem gerði það að verkum að þeir voru ekki lengi að komast fjórum mörkum yfir. Víkingsmenn gáfust aldrei upp og börðust vel en Þórsarar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og endaði leikurinn 27-32 fyrir okkur. 4 stig hús hjá 4.flokki.

Frábær handboltahelgi að baki sem einkenndist af gleði, samstöðu og góðri liðsheild.