Fótboltaþjálfari óskast!

Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs auglýsir eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að taka að sér þjálfun í 6. og 7.flokki í fótbolta.

Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst og kæmi inn í þjálfarateymi flokkanna sem eru nú þegar vel skipuð en vantar að bæta inn góðum liðsauka.

Í þessum flokkum eru iðkendur í 1-4.bekk grunnskóla. 6.flokkur er 3-4. bekkur og 7.flokkur er 1-2.bekkur og æfa þessir flokkar milli klukkan 14 og 16 á mánudögum og miðvikudögum auk þess að æfa á sunnudagsmorgnum yfir vetrartímann en allar æfingar fara fram í Boganum. Á sumrin er æft utandyra.

Ekki er gerð krafa um þjálfaramenntun fyrst um sinn en félagið býður þjálfurum félagsins upp á að mennta sig í þjálfarafræðunum.

Í yngri flokkum Þórs í fótbolta er unnið eftir gildunum Gleði - Kraftur - Þor og má nálgast allar frekari upplýsingar um almennt starf yngri flokka með því að smella hér.